Bayern Munchen tók á móti Köln í þýsku efstu deildinni í kvöld.
Ellyes Skhiri kom gestunum yfir strax á fjórðu mínútu leiksins.
Þrátt fyrir fjöldan allan af marktilraunum Bæjara náðu þeir ekki að jafna fyrr en á 90. mínútu. Það gerði Joshua Kimmich.
Lokatölur urðu 1-1.
Bayern er á toppi deildarinnar með 36 stig, fjórum stigum á undan RB Leipzig.
Aðrir leikir
Schalke 1-6 Leipzig
Hertha 0-5 Wolfsburg
Hoffenheim 2-2 Stuttgart