Manchester United ætlar að gera allt til að halda sóknarmanninum Alejandro Garnacho og er að undirbúa nýtt samningstilboð.
Garnacho er aðeins 18 ára gamall en hann hefur spilað glimrandi vel í sumum leikjum Man Utd á tímabilinu.
Mirror segir að Man Utd ætli að bjóða Garnacho átta ára samning, eitthvað sem hefur ekki sést hjá félaginu hingað til.
Garnacho myndi þar fá lengsta samning í sögu Man Utd ef hann ákveður að skrifa undir til lengdar.
Núverandi samningur Garnacho gildir til 2024 en það er óvíst hvort hann og hans teymi vilji taka við svo löngum samningi.
Real Madrid er að skoða stðu Garnacho og mun reyna við hann ef hann er fáanlegur.