Arsenal 3 – 2 Manchester United
0-1 Marcus Rashford(’17)
1-1 Eddie Nketiah(’24)
2-1 Bukayo Saka(’53)
2-2 Lisandro Martinez(’58)
3-2 Eddie Nketiah(’90)
Það er ekkert lið sem virðist ætla að stöðva Arsenal sem er orðið ansi líklegt til að tryggja sér Englandsmeistaratitilinn.
Arsenal fékk alvöru verkefni í kvöld en Manchester United kom í heimsókn í fjörugum leik.
Gestirnir komust yfir á 17. mínútu er Marcus Rashford kom knettinum í netið en sú forysta entist í sjö mínútur.
Eddie Nketiah hefur verið flottur fyrir Arsenal undanfarið og sá um að jafna metin.
Snemma í seinni hálfleik kom Bukayo Saka Arsenal yfir en stuttu seinna var Lisandro Martinez búinn að jafna.
Það var svo Nketiah aftur sem tryggði Arsenal stigin þrjú með marki á lokamínútu leiksins.