Mark Halsey fyrrum dómari í ensku úrvalsdeildinni segir að Manchester United hafi átt að fá vítaspyrnu í gær. Manchester United mistókst að sækja þrjú stig í ensku úrvalsdeildinni í gær er liðið mætti Crystal Palace.
Útlitið var lengi bjart fyrir gestina sem komust yfir með marki frá Bruno Fernandes á markamínútunni þeirri 43.
Staðan var 1-0 í dágóðan tíma og stefndi allt í að Man Utd myndi tryggja sér annað sæti deildarinnar. Það var hins vegar á 91. mínútu sem Palace jafnaði metin er Michael Olise kom knettinum í netið.
Skömmu fyrir jöfnunarmarkið vildi United fá vítaspyrnu þegar það virtist brotið á Scott McTominay í teignum.
„Manchester United átti að fá vítaspyrnu í gær,“ skrifar Halsley.
„Brotið var á McTominay og varnarmaðurinn snerti ekki boltann. Crystal Palace hefði ekkert getað sagt ef Robert Jones hefði dæmt víti.“