Keylor Navas gæti verið á leið í ensku úrvalsdeildina en the Athletic greinir frá þessum fregnum.
Navas er á óskalista Nottingham Forest en aðalmarkvörður liðsins, Dean Henderson, er frá vegna meiðsla.
Um er að ræða 36 ára gamlan öflugan markmann sem er á mála hjá PSG en var áður hjá Real Madrid.
Navas hefur misst sæti sitt í byrjunarliði PSG en Gianluigi Donnarumma hefur eignað sér þá stöðu.
Samningur Navas rennur út á næsta ári og er möguleiki að hann sé fáanlegur í janúarglugganum.