Richarlison, leikmaður Tottenham, var gríðarlega sár er Brasilía féll úr leik á HM í Katar.
Það voru margir sem bjuggust við sigri Brasilíu á mótinu en liðið féll úr leik í 8-liða úrslitum gegn Króatíu.
Richarlison var miður sín eftir þann leik og segir að hefði verið betra ef fjölskyldumeðlimur hefði fallið frá.
,,Þetta var gríðarlegt áfall, ég veit ekki. Að mínu mati var þetta verra en að missa fjölskyldumeðlim,“ sagði Richarlison.
,,Það var mjög erfitt að jafna sig á þessu, enn þann dag í dag þegar ég sé myndbönd á samskiptamiðlum gerir það mig sorgmæddan.“
,,Við þurfum samt að jafna okkur og halda áfram, ég er ennþá ungur. Ég á inni allt að tvö heimsmeistaramót.“