fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Kærastan var steinhissa er hún sá svip hans í símtalinu – ,,Mjög sérstakt augnablik“

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 18:30

Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Wout Weghorst, nýjasti leikmaður Manchester United, var steinhissa er hann frétti af áhuga félagsins í janúar.

Weghorst var ásamt kærustu sinni er hann fékk símtal frá umboðsmanni sínum og var tjáð að Man Utd vildi fá hann á láni frá Burnley.

Kærustu Weghorst brá mikið er hún sá svipbrigði Weghorst í símtalinu en áhuginn frá Man Utd kom í raun upp úr engu.

,,Umboðsmaðurinn hringdi í mig í fyrsta sinn og þá var ég með kærustu minni og hún var ansi hissa því ég setti upp ákveðinn svip, ‘vá,’ sagði Weghorst.

,,Þetta var mjög sérstakt augnablik og auðvitað var gaman að heyra af þessu. Fyrir mig, að spila fyrir stærsta félagið, er frábært.“

,,Ég hef alltaf sagt að sem fótboltamaður og manneskja og á þeim stað sem ég er á í dag, ég er tilbúinn fyrir þetta. Þetta er rétti tímapunkturinn til að takast við stóra ákvörðun.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga

Hefja viðræður um nýjan samning en óvíst hvernig það mun ganga
433Sport
Fyrir 2 dögum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 2 dögum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“