fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Erik ten Hag lofsyngur starfið sem Benni McCarthy vinnur hjá United

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. janúar 2023 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að Benni McCarthy hafi komið frábærlega inn í þjálfarateymi liðsins.

Það vakti nokkra furðu þegar Benni McCarthy sem var áður framherji Blackburn mætti til starfa hjá United.

Framherjinn frá Suður-Afríku hafði starfað í heimalandi sínu áður en hann kom til United. „Í þjálfaraliði okkar voru margir fyrrum miðju og varnarmenn,“ segir Ten Hag.

„Ég vildi fá jafnvægi í hlutina, hann hugsar út frá sóknarleik og er fyrrum framherji. Ég spilaði aldrei fremst á vellinum og því er ég heppin að hafa hann með okkur.“

„Fótbolti snýst um að skora mörk og núna erum við með sérfræðing í því, hann vinnur frábært starf og á frábært samband við alla í leikmannahópnum.“

„Hann hefur líka unnið að því að auka samheldni í hópnum og það gerir hann vel.“

Benni McCarthy er 45 ára gamall en ásamt því að hafa spilað fyrir Blackburn lék hann fyrir Ajax, Porto, West Ham og fleiri lið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“