Erik ten Hag stjóri Manchester United segir að Benni McCarthy hafi komið frábærlega inn í þjálfarateymi liðsins.
Það vakti nokkra furðu þegar Benni McCarthy sem var áður framherji Blackburn mætti til starfa hjá United.
Framherjinn frá Suður-Afríku hafði starfað í heimalandi sínu áður en hann kom til United. „Í þjálfaraliði okkar voru margir fyrrum miðju og varnarmenn,“ segir Ten Hag.
„Ég vildi fá jafnvægi í hlutina, hann hugsar út frá sóknarleik og er fyrrum framherji. Ég spilaði aldrei fremst á vellinum og því er ég heppin að hafa hann með okkur.“
„Fótbolti snýst um að skora mörk og núna erum við með sérfræðing í því, hann vinnur frábært starf og á frábært samband við alla í leikmannahópnum.“
„Hann hefur líka unnið að því að auka samheldni í hópnum og það gerir hann vel.“
Benni McCarthy er 45 ára gamall en ásamt því að hafa spilað fyrir Blackburn lék hann fyrir Ajax, Porto, West Ham og fleiri lið.