Gyrðir Hrafn Guðbrandsson hefur skrifað undir hjá FH. Frá þessu segir félagið á samfélagsmiðlum.
Gyrðir kemur til liðsins frá Leikni en þessi varnar og miðjumaður hefur spilað undanfarin ár með Leikni.
Gyrðir ólst upp í KR en hann er fæddur árið 1999.
Gyrðir Hrafn ✍️#ViðErumFH pic.twitter.com/TprQk43yMr
— FHingar (@fhingar) January 17, 2023
FH hefur verið að styrkja lið sitt í vetur en Sindri Kristinn Ólafsson, Danni Hattaka, Kjartan Henry Finnbogason og nú Gyrðir hafa gengið í raðir félagsins.
Heimir Guðjónsson tók við þjálfun liðsins í vetur en FH rétt bjargaði sér frá falli úr Bestu deildinni á síðustu leiktíð.