Flestir knattspyrnuaðdáendur muna eftir leikmanninum Ronaldinho sem gerði garðinn frægan með Barcelona.
Ronaldinho hefur lagt skóna á hilluna í dag en hann lék einnig með liðum eins og AC Milan og Paris Saint-Germain.
Nú er sonur Ronaldinho að stíga sín fyrstu skref í boltanum og er á reynslu hjá U19 liði Barcelona.
Strákurinn ber nafnið Joao Mendes de Assis Moreira en hann var áður samningsbundinn Cruzeiro í Brasilíu.
Ronaldinho er ein af helstu goðsögnum Barcelona og má telja líklegt að sonur hans fái samningstilboð frá félaginu.