Chelsea rétt marði lið Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í dag en leikið var á Stamford Bridge.
Chelsea hefur verið í algjörri lægð á þessu tímabili og fékk Palace í heimsókn að þessu sinni.
Kai Havertz reyndist munurinn á liðunum að þessu sinni og gerði eina mark leiksins á 64 mínútu seinni hálfleiks.
Á sama tíma spilaði Newcastle við lið Fulham og gerði eins og Chelsea og vann 1-0 heimasigur.
Alexander Isak skoraði eina mark leiksins en hann gerði það á 89. mínútu í dramatískum sigri.
Chelsea 1 – 0 Crystal Palace
1-0 Kai Havertz(’64)
Newcastle 1 – 0 Fulham
1-0 Alexander Isak(’89)