Framherjinn Wout Weghorst er genginn í raðir Manchester United og skrifar undir samning út tímabilið.
Um er að ræða þrítugan framherja sem kemur á láni frá Burnley eftir að hafa leikið í Tyrklandi.
Weghorst var á láni hjá Besiktas fyrri hluta tímabils en nú tekur Man Utd yfir þann lánssamning.
Rauðu Djöflarnir misstu Cristiano Ronaldo á síðasta ári og á Weghorst að fylla hans skarð í sókninni.
Weghorst lék á sínum tíma 20 deildarleiki fyrir Burnley en skoraði aðeins tvö mörk.
Hér fyrir neðan má sjá fyrstu myndirnar af honum sem leikmanni Man Utd.