Það var rífandi stemming á Hringbraut á föstudagskvöld þegar Bjarni Helgason blaðamaður Morgunblaðsins mætti og ræddi fréttir vikunnar hjá Benna Bó ásamt Herði Snævar Jónssyni, fréttastjóra íþrótta hjá Torgi.
Rætt var um þá staðreynd að Sara Björk Gunnarsdóttir hefur spilað sinn síðasta landsleik, Sara greindi frá þessu í gær.
Bjarni hefur haft mikið aðgengi að Söru í gegnum hennar feril og rætt oft við hana. „Þetta eru sorgarfréttir,“ sagði Bjarni.
„Það er langt í næsta stórmót sem er árið 2025, þá er spurning hvort hún sé enn að spila. Þetta kom mér mjög á óvart.“
„Undankeppnin byrjar í ár, taka þá leiki en svo er kannski betra að hætta núna en að byrja á einhverju sem þú klárar ekki.“
Umræðan er í heild hér að neðan