Joao Felix fékk rautt spjald í sínum fyrsta leik með Chelsea í gær.
Liðið mætti Fulham í ensku úrvalsdeildinni og tapaði 2-1.
Felix fékk rautt spjald eftir tæpan klukkutíma leik og Fulham nýtti sér liðsmuninn.
Eftir að Felix fékk rauða spjaldið setti Fulham inn færslu á samfélagsmiðla þar sem stóð: #AdiosJoao.
Færslunni var þó síðar eytt. Margir aðdáendur voru ósáttir með það og fannst að hún ætti að standa.
Chelsea hefur verið í brasi á þessari leiktíð. Liðið er í tíunda sæti með 25 stig.