Mykhaylo Mudryk, kantmaður Shakhtar Donetsk, vill ólmur komast til Arsenal. Hann fer ekki leynt með það.
Arsenal bauð í leikmanninn í þriðja sinn í gær. Tilboðið hljóðaði upp á 70 milljónir evra auk bónusgreiðslna. Nú bíður félagið eftir svari.
Mudryk er staddur í æfingaferð með Shakhtar í Tyrklandi. Hugur hans virðist þó kominn til Arsenal.
Hann hefur birt fjöldan allan af færslum sem gefa í skyn að hann vilji fara til Norður-Lúndúna og sú nýjasta kom í gær.
Þá birti Mudryk mynd af kettinum sínum en í bakgrunni var mynd af kappanum sem búið var að breyta á þann hátt að hann var í búningi Arsenal.
Þetta má sjá hér að neðan.