fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Segja andstæðinga Al-Nassr ætla að svara þeim með því að bjóða Messi mun hærri laun en Ronaldo fær

Helgi Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. janúar 2023 11:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt Mundo Deportivo hefur Al-Hilal í Sádi-Arabíu áhuga á Lionel Messi.

Messi er 35 ára gamall og rennur samningur hans við Paris Saint-Germain út næsta sumar.

Talið er að Al Hilal hafi áhuga og sé til í að bjóða Argentínumanninum himinnháan samning.

Eins og flestir vita varð Messi heimsmeistari með argentíska landsliðinu á HM í Katar fyrir áramót.

Cristiano Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu nýlega og þénar um 173 milljónir punda á ári þegar allt er tekið inn í myndina.

Má segja að það yrði svar Al-Hilal við því að fá Messi.

Talið er að félagið sé meira að segja til í að greiða Messi meira en 100 milljónum punda meira á ári en Ronaldo fær hjá Al-Nassr.

Ronaldo og Messi eru af mörgum taldir bestu knattspyrnumenn allra tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford

Skaut föstum skotum er hann valdi næsta áfangastað fyrir Rashford
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Vestri staðfestir komu Ganverja

Vestri staðfestir komu Ganverja
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“

Breska blaðið gerir stólpagrín að okkur Íslendingum – „Það hjálpaði þeim ekki í dag“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið

Leikmenn United rifust innbyrðis í gærkvöldi – Amorim tjáir sig um málið