Samkvæmt Mundo Deportivo hefur Al-Hilal í Sádi-Arabíu áhuga á Lionel Messi.
Messi er 35 ára gamall og rennur samningur hans við Paris Saint-Germain út næsta sumar.
Talið er að Al Hilal hafi áhuga og sé til í að bjóða Argentínumanninum himinnháan samning.
Eins og flestir vita varð Messi heimsmeistari með argentíska landsliðinu á HM í Katar fyrir áramót.
Cristiano Ronaldo gekk í raðir Al-Nassr í Sádi-Arabíu nýlega og þénar um 173 milljónir punda á ári þegar allt er tekið inn í myndina.
Má segja að það yrði svar Al-Hilal við því að fá Messi.
Talið er að félagið sé meira að segja til í að greiða Messi meira en 100 milljónum punda meira á ári en Ronaldo fær hjá Al-Nassr.
Ronaldo og Messi eru af mörgum taldir bestu knattspyrnumenn allra tíma.