Joao Felix framherji Atletico Madrid er á leið til Lundúna og gengur í raðir Chelsea á láni frá Atletico Madrid.
Chelsea hefur engan forkaupsrétt á Felix sem verður á láni fram í maí.
Atletico mun þó ekki kvitta uppp á neina pappíra nema Felix framlengi saming sinn við félagið um eitt ár. Félagið vill binda Felix til ársins 2027.
Felix vildi ólmur losna frá Atletico, hefur hann fengið nóg af samstarfi við Diego Simeone þjálfara liðsins.
Chelsea greiðir um 10 milljónir evra fyrir lánið auk þess að taka yfir launapakka hans fram að sumri.
Myndband náðist af Felix á leið á í flug til Lundúna.
🚨IMAGEN EXCLUSIVA #JUGONES y @elchiringuitotv 🚨
👋Joao Félix pone rumbo a Londres para cerrar su fichaje por el Chelsea. pic.twitter.com/K3L38BODhB
— El Chiringuito TV (@elchiringuitotv) January 10, 2023