Lúðvík Gunnarsson, yfirmaður Hæfileikamótunar N1 og KSÍ og þjálfari U15 karla, hefur verið ráðinn þjálfari U17 og U16 karla.
Lúðvík tekur við starfinu af Jörundi Áka Sveinssyni, sem var ráðinn sviðsstjóri knattspyrnusviðs á dögunum. Lúðvík heldur áfram í störfum sínum í Hæfileikamótuninni og með U15 karla þar til nýr þjálfari verður ráðinn.
Fyrsta verkefni Lúðvíks með U17 karla verður milliriðill í undankeppni EM 2023 sem spilaður verður í Wales í lok mars.