fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Davíð kom sjálfum sér á óvart – Tekur engu sem sjálfsögðum hlut

Helgi Sigurðsson
Þriðjudaginn 10. janúar 2023 13:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ís­lenska karla­lands­liðið í knatt­spyrnu er nú statt í Portúgal þar sem liðið leikur tvo æfinga­leiki. Fyrri leikurinn fór fram á sunnu­dag er liðið gerði 1-1 jafn­tefli við Eist­land. Vinstri bakvörðurinn Davíð Kristján Ólafsson er með hópnum úti og var hann til viðtals í sjónvarpsþætti 433.is á Hringbraut í gær.

„Við erum smá svekktir. Við vorum smá tregir í fyrri hálfleik að gera það sem við lögðum upp með. Um leið og við byrjum að gera það meira í seinni hálfleik, að fara á bak við þá. Um leið og við fórum bak við þá myndaðist pláss fyrir framan þá. Við settum aðeins meiri þunga á þá og ef leikurinn hefði verið aðeins lengri hefðum við örugglega unnið hann,“ segir Davíð í þættinum.

Sjálfur byrjaði hann á bekknum í leiknum við Eista. Davíð gekk í raðir Kalmar í sænsku úrvalsdeildinni fyrir síðustu leiktíð og hefur verið í fríi eftir að keppni lauk þar.

„Ég er að koma mér í gang eftir frí. Ég hef reynt að æfa eins og ég gat heima. Það er gaman að koma aftur hingað og fá tvo leiki áður en ég fer út (til Kalmar).“

Komu á óvart í fyrra
Kalmar kom á óvart og hafnaði í fjórða sæti á fyrstu leiktíð Davíðs.

„Ég kom sjálfum mér smá á óvart. Markmiðið mitt var bara að reyna að spila alla leiki og svo bara gengur það mjög vel. Ég kom inn í landsliðið um sumarið og fannst ég gera mjög vel þar líka. Þetta var frábært ár fyrir mig.“

Davíð var áður hjá Álasundi í norsku B-deildinni. Hann var spurður í muninn á milli liðanna.

„Við erum að spila meira sem lið og erum mun betra lið á velli á meðan þetta var meira einstaklings í Noregi. Þegar gengur illa fara menn að reyna að gera allt sjálfir. Mín tilfinning er sú að þetta er betri fótbolti.“

Bjartir tímar framundan
Davíð er enn að stíga sín fyrstu skref með íslenska A-landsliðinu. Hann tekur engu sem sjálfsögðum hlut.

„Þetta er fljótt að koma og fljótt að fara líka. Ég verð að standa mig vel með Kalmar á ég meiri möguleika á að vera í kringum landsliðið.“

Davíð er bjartsýnn fyrir komandi tímum hjá íslenska landsliðinu.

„Mér finnst fullt af ótrúlega flottum fótboltamönnum hérna og það eru bjartir tímar framundan, held ég.“

Á fimmtudag mætir liðið Svíum í öðrum æfingaleik.

„Þetta eru ungir strákar. Ég held að þetta sé flott lið. Þeir eru í svipuðum gír og við, með mikið af leikmönnum sem hafa ekki mikla reynslu.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu

Gríðarlega kalt og hann spilaði með húfu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna

Gengur endanlega í raðir Eyjamanna
433Sport
Í gær

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Í gær

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld

Sjáðu mark Alberts á Ítalíu í kvöld
433Sport
Í gær

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing

Sjáðu myndina: Sást í fyrsta sinn eftir að hann var rekinn fyrir röð hneyksla – Kókaín, vafasöm myndbönd og meint hagræðing
Hide picture