Alexandra Jóhannsdóttir skoraði fyrir Fiorentina gegn Verona í ítalska bikarnum í gær.
Um fyrsta leik eftir jólafrí var að ræða. Alexandra skoraði einmitt sín fyrstu mörk fyrir Fiorentina í síðasta leik fyrir Jólafrí. Þá gerði hún tvö gegn Parma í 4-0 sigri í deildinni.
Fiorentina vann einnig 4-0 gegn Verona í gær og skoraði Alexandra þriðja mark leiksins með flottum skalla.
Liðið er nú komið í 8-liða úrslit.
Í Serie A er Fiorentina í þriðja sæti, fimm stigum á eftir toppliði Juventus.
Alexandra gekk í raðir Fiorentina frá Frankfurt í sumar. Hún er algjör lykilmaður hjá ítalska stórliðinu.
Hér að neðan má sjá mörkin í gær.
🎞 | 𝗛𝗜𝗚𝗛𝗟𝗜𝗚𝗛𝗧𝗦
Tutti i goal di #VeronaFiorentina 0-4!#ForzaViola 💜 #CoppaItaliaFemminile pic.twitter.com/EHIurptJwn
— ACF Fiorentina Femminile (@ACF_Womens) January 9, 2023