Það er stórleikur á dagskrá í enska bikarnum í kvöld er Manchester City tekur á móti Chelsea.
Chelsea tók á móti Man City í síðustu umferð ensku úrvalsdeildarinnar og tapaði þá með einu marki gegn engu.
Chelsea hefur aðeins náð í sex stig úr síðustu átta leikjum sínum í deild og hefur gengið verið skelfilegt.
Það þarf því mikið að gerast ætli liðið að slá Englandsmeistarana úr leik en byrjunarlið kvöldsins má sjá hér.
Man City: Ortega; Walker, Laporte, Akanji, Sergio Gómez; Rodri, Palmer, Bernardo Silva; Mahrez, Julián Álvarez, Foden
Chelsea: Kepa; Chalobah, Humphreys, Koulibaly, Hall; Kovacic, Jorginho, Gallagher; Mount, Ziyech, Havertz