Það eru fá lið í ensku úrvalsdeildinni sem eru að standa sig eins illa og stórlið Chelsea.
Chelsea fékk Manchester City í heimsókn í ensku úrvalsdeildinni á fimmtudag og tapaði þeim leik, 1-0.
Graham Potter er mögulega kominn með töluverða pressu á sig en hann tók við Chelsea fyrr á tímabilinu af Thomas Tuchel.
Chelsea er í tíunda sæti deildarinnarm eð 25 stig úr 17 leikjum og hefur aðeins skorað 20 mörk sem er í raun skelfilegur árangur.
Toppliðin tvö, Manchester City og Arsenal hafa skorað 45 og 40 mörk og er Chelsea ekki langt frá því að missa af Evrópusæti fyrir næstu leiktíð.
Til að setja hlutina í enn betra samhengi þá hefur Chelsea aðeins fengið sex stig í deildinni úr síðustu átta leikjum sínum sem er í raun galið fyrir þennan rándýra leikmannahóp.