Garang Kuol gekk formlega í raðir Newcastle á dögunum. Hann verður hins vegar að öllum líkindum lánaður strax út.
Hinn átján ára gamli Kuol kemur frá Central Coast Mariners í heimalandinu, Ástralíu.
Hann samdi við Newcastle í haust en er nú formlega genginn í raðir félagsins.
Kuol getur leyst allar stöðurnar fremst á vellinum og þykir hann gríðarlegt efni. Hann spilaði tvo leiki fyrir Ástrali á Heimsmeistaramótinu í Katar.
Sem stendur er líklegast að Kuol verði nú lánaður til Hearts í skosku úrvalsdeildinni. Hann er mættur á æfingasvæði félagsins að skoða aðstæður.
Eddie Howe, stjóri Newcastle, sagði á dögunum að Kuol þyrfti að fara á láni annað til að spila.
„Garang þarf að fara og spila. Það er í forgangi. Við erum að leita að lausn. Hann þarf að spila á háu stigi og starfa með góðum þjálfara.“
Newcastle talent Garang Kuol is now in Scotland in order to progress in talks with Hearts by visiting their training facilities. ⚪️⚫️🏴 #NUFC
Loan move, concrete possibility now being discussed.
Here’s @jamiekborthwick pic of Kuol at Oriam today ⤵️ pic.twitter.com/bESTT9p0J1
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) January 5, 2023