Stórleik kvöldsins í ensku úrvalsdeildinni er nú lokið en Chelsea fékk lið Manchester City í heimsókn.
Chelsea átti erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik en tveir leikmenn fóru af velli á fyrstu 22 mínútunum vegna meiðsla.
Raheem Sterling og Christian Pulisic meiddust í fyrrri hálfleik sem boðaði alls ekki gott fyrir heimamenn.
Staðan var markalaus alveg þar til á 63. mínútu er Riyad Mahrez skoraði mark fyrir gestina frá Manchester.
Kepa Arrizabalaga, markmaður Chelsea, fær mikla gagnrýni fyrir markið en hann leyfði boltanum að rúlla í teignum alla leið að Mahrez sem skoraði.
RIYAD MAHREZ X JACK GREALISH GOAL HOLDDDpic.twitter.com/buTUh7EAVe
— 17 (@DxBruyneSZN) January 5, 2023