Talið er að þriðja búningi Chelsea á næstu leiktíð hafi verið lekið á netið.
Það er vægast sagt óánægja með hann á meðal stuðningsmanna Chelsea ef marka má viðbrögð þeirra á samfélagsmiðlum.
Chelsea hefur verið í vandræðum á þessari leiktíð. Liðið er í tíunda sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 25 stig eftir sextán leiki.
Í kvöld á Chelsea krefjandi verk fyrir höndum þegar Manchester City kemur í heimsókn.
Leikurinn hefst klukkan 20.
Hér að neðan má sjá búninginn sem um ræðir.