Robert Lewandowski, leikmaður Barcelona, er loksins á leiðinni í þriggja leikja bann.
Lewandowski var rekinn af velli gegn Osasuna þann 8. nóvember og ákvað Barcelona að áfrýja banninu.
Það varð til að mynda til þess að Lewandowski fékk að spila gegn Espanyol, eitthvað sem félagið var alls ekki sátit við.
Lewandowski var að vonast til að bannið væri stytt en hann missir nú af næstu þremur leikjum liðsins.
Lewandowski var ásakaður um að ögra dómurum leiksins gegn Osasuna og verður ekki með gegn Atletico Madrid um helgina.