fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Enginn botnaði neitt í neinu í ákvörðun Beckham árið 2007 – Nú er komið í ljós af hverju hann steig skrefið

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 5. janúar 2023 15:30

Beckham hefur mögulega getað borgað fyrir ferðina með Björgólfi Thor um árið fyrir fjármunina frá Bandaraíkjunum.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnuheimurinn rak upp stór augu árið 2007 þegar David Beckham á hátindi ferilsins hjá Real Madrid ákvað að semja við LA Galaxy í Bandaríkjunum. MLS deildin var ekki þekkt stærð og fá stór nöfn voru að leggja leið sína yfir hafið.

Í tilfelli Beckham var þetta lík skrýtið, hann var 16,6 milljónir punda í árslaun hjá Real Madrid en virtist sætta sig við 5,4 milljónir punda á ári hjá LA Galaxy. Launalækkun um 70 prósent var eitthvað sem fáir skildu en nú hefur verið opinberað að málið var ekki svo einfalt.

Þegar Beckham samdi við Galaxy gerði hann nefnilega samning við MLS deildina um að fá prósentu af öllum seldum miðum í deildinni, auglýsingatekjum, sjónvarpssamningum og öllum seldum varningi. Skipti þá engu máli um hvort var að ræða varning eða mat.

David Beckham/Getty Images

Koma Beckham setti MLS deildina á kortið og allir vildu vera með, hann naut góðs af því og yfir árin fimm sem hann var í deildinni þénaði Beckham rosalega.

Í stað þess að vera með rúmar 25 milljónir punda í laun yfir þennan tíma þénaði Beckham 212 milljónir punda í gegnum klásúluna. Sem gerir hann að launahæsta knattspyrnumanni í heimi á þeim tíma.

Joe Pompliano rannsóknarblaðamaður í Bandaríkjunum hefur komist yfir gögn þess efnis.

Beckham lét ekki þar við setja og var klókur við samningaborðið. Hann gerði samning við MLS deildina um að geta stofnað sitt lið í deildinni þegar honum hentaði fyrir 20 milljónir punda.

Þetta var glæsilegur samningur árið 2007 fyrir MLS deildina en þetta sama ár hafði Toronto FC komið inn í deildina fyrir 8 milljónir punda.

Árið 2020 stofnar Beckham svo sitt lið formlega, Inter Miami verður til en þetta sama ár hafði Charlotte skráð sig til leiks en borgað fyrir það 270 milljónir punda. Beckham borgaði hins vegar bara sínar 20 milljónir punda sem hann samdi um þrettán árum áður

Inter Miami er svo í dag eitt verðmætasta félag MLS deildarinnar vegna staðsetningar sinnar og Beckham getur hagnast verulega á félaginu til framtíðar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“