fbpx
Laugardagur 14.desember 2024
433Sport

Roma svarar eftir sögusagnirnar um Mourinho

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 4. janúar 2023 19:32

Mourinho og Paulo Dybala

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tiago Pinto, yfirmaður knattspyrnumála Roma, hefur tjáð sig um framtíð stjóra félagsins, Jose Mourinho.

Mourinho er sterklega orðaður við portúgalska landsliðið þessa dagana eftir að Fernando Santos steig til hliðar eftir HM í Katar.

Mourinho hefur náð fínasta árangri hjá Roma en hann er talinn líklegur til að taka við keflinu af Santos.

Pinto segir þó að Roma treysti á Mourinho fyrir framtíðina og að það sé eðlilegt að hann sé orðaður við starfið.

,,Þegar þú ræður stjóra eins og Mourinho þá þarftu að venjast sögusögnum. Þetta er í fyrsta sinn í 18 mánuði þar sem félag eða knattspyrnusamband sýnir honum áhuga,“ sagði Pinto.

,,Við höfum ekki fengið neinar truflanir og einbeitum okkur að vinnunni. Ég er portúgalskur og í hvert skipti sem við breytum um stjóra er nafn Mourinho nefnt en við treystum á hann fyrir framtíðina.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust

Sævar Atli talar opinskátt um sína stöðu í Danmörku – Leiðréttir fréttir frá því í haust
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum

Ísland niður um eitt sæti á heimslistanum
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn

Barnaði ritarann á jólagleði starfsfólksins – Hafði svo þetta að segja við eiginkonuna og umheiminn
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“

Var spurður út í Ronaldo – „Hljómar eins og vísindaskáldskapur“
433Sport
Í gær

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“

„Þetta var kalt, sérstaklega með vindinn og rigninguna í smettið“
433Sport
Í gær

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“

Arnar Gunnlaugs: „Á endanum verður maður þreyttur á því, hvenær endar lærdómurinn?“