Real Madrid er búið að sætta sig við það að félagið hafi gert mistök með því að hleypa Martin Ödegaard til Arsenal.
Ödegaard var fenginn til Real fyrir um átta árum síðan en hann var þá aðeins 16 ára gamall og lék í Noregi.
Ödegaard er í dag 24 ára gamall og var seldur til Arsenal frá Real á síðasta ári.
Tækifærin voru af skornum skammti hjá Real og taldi stjórn félagsins það rétt að selja hann endanlega.
Norðmaðurinn hefur síðan 2021 sannað hversu góður hann er en hann samdi upphaflega við Arsenal á láni og var svo keyptur.
Ödegaard hefur verið einn besti leikmaður úrvalsdeildarinnar á tímabilinu en Arsenal borgaði 35 milljónir evra fyrir hann.
Stjórn Real viðurkennir eigin mistök samkvæmt Mundo Deportivo og gæti jafnvel einn daginn reynt að fá miðjumanninn aftur í sínar raðir.