Pepe Reina, fyrrum markmaður Liverpool, setti met um helgina er Villarreal spilaði við Valencia í spænsku úrvalsdeildinni.
Villarreal nældi sér í þrjú mikilvæg stig og var að spila sinn fyrsta leik eftir HM pásuna.
Reina er nú orðinn elsti leikmaður í sögu Villarreal en hann er 40 ára og fjögurra mánaða gamall.
Cesar Sanchez var áður elsti leikmaður í sögu Villarreal en hann setti það met fyrir 11 árum síðan.
Reina hefur verið varamarkmaður Villarreal en þurfti að stíga inn í sigrinum á laugardaginn.
Reina er þekktastur fyrir tíma sinn hjá Liverpool en lék einnig með Bayern Munchen, Napoli og AC Milan.