fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Ótrúlega svekktur en stoltur – „Íslenska þjóðin má vera stolt af þeim“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 27. september 2022 18:18

Davíð Snorri Jónasson þjálfar íslenska U21 liðið. GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska U-21 árs landsliðið fer ekki á lokamót EM á næsta ári eftir markalaust jafntefli gegn Tékklandi í dag. Fyrri leikur liðanna fór 1-2 fyrir Tékka á Íslandi og þurfti því sigur í dag.

Lestu nánar um leikinn hér.

„Vá hvað þetta er svekkjandi, við erum drullusvekktir. En leikplanið gekk upp. Við löguðum það sem við ætluðum að gera. Strákarnir stóðust það að spila hér á mjög háu stigi undir mikilli pressu,“ sagði Davíð Snorri Jónasson, þjálfari íslenska liðsins, við Viaplay eftir leik.

„Ég er svo stoltur af þessum gæjum, þeir eru geggjaðir. Það er ömurlegt að þurfa að fara heim því við erum búnir að vera á þvílíkri vegferð að ná bestu liðunum, ég hefði viljað spila við bestu liðin.“

Davíð telur að margir leikmenn í U-21 árs liðinu í dag verði mikilvægir fyrir A-landsliðið í framtíðinni.

„Við verðum að sætta okkur við þetta. Þeir verða alltaf sigurvegarar í mínum huga og við mættum vera stolt af þeim. Þetta eru efnilegir leikmenn. Við græðum á þessum leikjum þegar þeir spila stóra rullu fyrir Ísland í framtíðinni á lokamóti.

Ég er svo fúll að fá ekki að vera með þennan hóp áfram. En það eru fleiri efnilegir leikmenn á leiðinni og þessir eru að fara að stíga upp og spila flotta rullu fyrir Ísland í framtíðinni. Íslenska þjóðin má vera stolt af þeim.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja

Einkunnir eftir að HM draumur Íslands fór í vaskinn – Þreif upp eftir samherja sína og stóð sig eins og hetja
433Sport
Í gær

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið