fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Aftur stendur Arnar í miðjum stormi – Veltir upp hvort hann sé sá óvinsælasti frá upphafi

433
Mánudaginn 26. september 2022 12:27

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, er enn og aftur í umræðunni í kjölfar þess að í ljós kom að engir leikmenn úr liðinu færu yfir í U-21 árs landsliðið fyrir seinni leikinn gegn Tékklandi í umspilsleik um sæti á EM á þriðjudag.

Eftir sigur Albaníu á Ísrael á Ísland ekki lengur möguleika á að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni. Því héldu einhverjir að leikmenn sem eru í A-landsliðinu en eru gjaldgengir í U-21 árs liðið yrðu færðir yfir til að hjálpa yngra liðinu. Ísland er 2-1 undir eftir fyrri leikinn hér heima.

„Ég held að þetta sé óvinsælasti þjálfari Íslands frá upphafi í boltaíþróttum. Ég er búinn að fylgjast lengi með og ég held að þetta sé sá allra óvinsælasti sem við höfum átt,“ segir Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Albert Brynjar Ingason bendir á að það hafi ekki hjálpað honum að losa sig við Lars Lagerback, Þorgrím Þráinsson og sjúkraþjálfarann Friðrik Ellert Jónsson úr teyminu í kringum landsliðið.

„Þjóðinni þótti rosalega vænt um alla sem komu að þessum stórmótum með landsliðinu. Hann notar ekki Lars, Þorgrím eða Frikka. Svo er árangurinn ekki upp á tíu og í viðtölum, hann sannfærir mann ekki að hann sé með þetta.“

Arnar Þór býr í Belgíu, þar sem hann spilaði og þjálfaði lengi. „Hann er rosalega langt frá hinum venjulega Íslendingi, hann er miklu meiri Belgi en Íslendingur,“ segir Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Stýrir United á sunnudag – „Það er einfaldlega ekki nógu gott“

Stýrir United á sunnudag – „Það er einfaldlega ekki nógu gott“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir

City greiðir örlítið minna fyrir Semenyo en talið var – Gæti hlaðist á upphæðina seinna meir
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Framtíð hans veltur á því hvort Salah fari eða ekki

Framtíð hans veltur á því hvort Salah fari eða ekki
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Tottenham í leit að sóknarmanni sem eru vond tíðindi fyrir Newcastle

Tottenham í leit að sóknarmanni sem eru vond tíðindi fyrir Newcastle
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim

Endurkoma Rashford ekki í kortunum eftir brottrekstur Amorim
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Barcelona vill sækja sér varnarmann frá City í janúar

Barcelona vill sækja sér varnarmann frá City í janúar
433Sport
Í gær

Svona eru skipulagsbreytingarnar á skrifstofu KSÍ

Svona eru skipulagsbreytingarnar á skrifstofu KSÍ
433Sport
Í gær

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum