fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Aftur stendur Arnar í miðjum stormi – Veltir upp hvort hann sé sá óvinsælasti frá upphafi

433
Mánudaginn 26. september 2022 12:27

Arnar Þór Viðarsson. Mynd/Anton Brink

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arnar Þór Viðarsson, þjálfari A-landsliðs karla, er enn og aftur í umræðunni í kjölfar þess að í ljós kom að engir leikmenn úr liðinu færu yfir í U-21 árs landsliðið fyrir seinni leikinn gegn Tékklandi í umspilsleik um sæti á EM á þriðjudag.

Eftir sigur Albaníu á Ísrael á Ísland ekki lengur möguleika á að vinna riðil sinn í Þjóðadeildinni. Því héldu einhverjir að leikmenn sem eru í A-landsliðinu en eru gjaldgengir í U-21 árs liðið yrðu færðir yfir til að hjálpa yngra liðinu. Ísland er 2-1 undir eftir fyrri leikinn hér heima.

„Ég held að þetta sé óvinsælasti þjálfari Íslands frá upphafi í boltaíþróttum. Ég er búinn að fylgjast lengi með og ég held að þetta sé sá allra óvinsælasti sem við höfum átt,“ segir Hjörvar Hafliðason í hlaðvarpsþættinum Dr. Football.

Albert Brynjar Ingason bendir á að það hafi ekki hjálpað honum að losa sig við Lars Lagerback, Þorgrím Þráinsson og sjúkraþjálfarann Friðrik Ellert Jónsson úr teyminu í kringum landsliðið.

„Þjóðinni þótti rosalega vænt um alla sem komu að þessum stórmótum með landsliðinu. Hann notar ekki Lars, Þorgrím eða Frikka. Svo er árangurinn ekki upp á tíu og í viðtölum, hann sannfærir mann ekki að hann sé með þetta.“

Arnar Þór býr í Belgíu, þar sem hann spilaði og þjálfaði lengi. „Hann er rosalega langt frá hinum venjulega Íslendingi, hann er miklu meiri Belgi en Íslendingur,“ segir Hjörvar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki

Sleggjudómar um Mo Salah í þýskum miðlum – Sagður vilja sjá til þess að nýjar stjörnur blómstri ekki
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim

Lögðu út í tug milljóna kostnað en vænta þess að Reykjavíkurborg endurgreiði þeim
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Átta barna faðir handtekinn í fjórða sinn – Borgar ekki meðlag

Átta barna faðir handtekinn í fjórða sinn – Borgar ekki meðlag
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið

Fögnuðu eins og brjálæðingar í beinni eftir að hafa tekið metið af okkur Íslendingum – Sjáðu atvikið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm