fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
433Sport

Dagný: Þá vonandi erum við á leið á HM

Victor Pálsson
Föstudaginn 2. september 2022 20:51

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Íslenska kvennalandsliðið er einum leik frá því að tryggja sér sæti í lokakeppni HM eftir leik við Hvíta-Rússland í kvöld.

Ísland vann 6-0 sigur á Hvítrússum á Laugardalsvelli og spilar úrslitaleik við Holland í riðlinum á þriðjudaginn um hvort liðið fer beint á HM.

Dagný Brynjarsdóttir ræddi við 433.is eftir leikinn í kvöld um frammistöðuna og verkefnið sem er framundan.

,,Bara góð sko, við vissum að við yrðum sterkari aðilinn í heildina en þurftum samt sem áður að gera þetta vel. Þetta var fagmannleg frammistaða alls staðar á vellinum, héldum hreinu og skoruðum sex mörk og ég held að það sé ekki hægt að biðja um meira,“ sagði Dagný.

,,Ég held að þessi leikur hafi spilast eins og þegar við spiluðum við þær í Serbíu. Við vissum að ef við myndum ná inn marki snemma myndum við ná að brjóta þær niður eftir það og opna þær meira.“

,,Auðvitað er maður í fótbolta fyrir svona stórleiki og við erum virkilega spenntar. Við höfum aðallega verið að einbeita okkur að Hvíta-Rússlandi og ekkert rætt Hollendingana en ég held að allir séu spenntir og vel gíraðir. Okkur langar öllum á HM og við stefnum á sigur á þriðjudaginn og þá vonandi erum við á leið á HM.“

DJI_0437
play-sharp-fill

DJI_0437

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Jökull Andrésson í FH
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið

Segja þetta yfirlýsingu frá Suðurnesjum – Nefna annað stórt nafn sem gæti komið
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi

Biluð dramatík – Heimir Hallgríms leyfir Írum að dreyma um sæti á HM eftir sigur í Ungverjalandi
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Fyrrum þjálfari hjá United rekinn úr starfi – Var á botninum

Fyrrum þjálfari hjá United rekinn úr starfi – Var á botninum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“

Strákarnir okkar verði að laga þetta fyrir kvöldið – „Hef smá áhyggjur af því“
433Sport
Í gær

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki

Age Hareide alvarlega veikur – Ferðaðist þó til Ítalíu og vonast eftir sögulegu afreki
433Sport
Í gær

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“

Voru misbjartsýnir eftir að Arnar horfði framhjá Jóa Berg – „Ótrúlegt afrek“
Hide picture