fbpx
Miðvikudagur 17.september 2025
433Sport

Sambandsdeildin: Erfitt verkefni bíður Blika í Tyrklandi eftir úrslit kvöldsins

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 4. ágúst 2022 20:40

Jason Daði. Fréttablaðið/Valli

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breiðablik tók á móti Istanbul Basaksehir í fyrri leik liðanna í þriðju umferð undankeppni Sambandsdeildar UEFA í kvöld.

Gestirnir frá Tyrklandi ollu Blikum engum teljandi vandræðum framan af í fyrri hálfleiknum. Áttu heimamenn þá nokkrar álitlegar sóknir, án þess þó að ná að opna vörn Basaksehir alveg upp á gátt.

Á 28. mínútu kom hins vegar fyrsta dauðafæri leiksins. Gestirnir brunuðu þá upp í skyndisókn, sem lauk með því að Mounir Chouiar slapp í gegn en Anton Ari Einarsson í marki Blika varði frábærlega frá honum.

Tíu mínútum síðar fékk Basaksehir svo annað færi og þá gat Anton ekki bjargað Blikum. Danijel Aleksic skoraði þá eftir fyrirgjöf Hasan Ali Kaldirim.

Staðan þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks var 0-1.

Seinni hálfleikur byrjaði ekki vel fyrir Blika því á 52. mínútu kom Deniz Turuc gestunum í 0-2. Hann var þá einn á fjærstönginni, fékk boltann og setti hann í fyrsta undir Anton Ara og í netið.

Heimamenn tóku þó við sér eftir þetta. Á 62. mínútu áttu þeir góða sókn, Gísli Eyjólfsson fékk boltann og skaut að marki. Það var hins vegar bjargað á marklínu. Sókninni var þó ekki lokið. Boltinn barst á Viktor Karl Einarsson sem átti skot fyrir utan teig sem endaði í netinu. Staðan 1-2.

Blikum tókst ekki að fylgja markinu eftir með því að skapa sér fleiri færi mínúturnar eftir það. Liðið tók hins vegar við sér og átti eftir að skapa sér nokkrar góðar stöður fram á við það sem eftir lifði leiks. Besta tækifæri Blika kom þegar liðið átti skyndisókn, Ísak Snær Þorvaldsson spretti upp völlinn og var með tvo liðsfélaga með sér gegn fáliðuðum Tyrkjum. Hann var hins vegar of lengi að losa boltann og rann sóknin út í sandinn.

Í uppbótartíma skoraði svo Aleksic annað mark sitt og þriðja mark Basaksehir.

Lokatölur 1-3, virkilega svekkjandi fyrir Blika. Þriðja mark gestanna gerir seinni leikinn í Tyrklandi eftir viku að mun stærra prófi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga

Sagður vilja fara til Liverpool en mörg stórlið hafa áhuga
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði

Í framboði til forseta og ætlar að reka þjálfarann ef hann nær kjöri – Með tvö stór nöfn á blaði
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur

Emil Ásmundsson yfirgefur sviðið aðeins þrítugur
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“

Hefur sérstakar áhyggjur af þessum nýja leikmanni United – „Það þarf að laga þetta og það strax“
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni

Rekinn í síðustu viku en gæti fengið starf í London á næstunni