fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
433Sport

Conte á eitt ár eftir af samningnum en er alveg sama

Victor Pálsson
Miðvikudaginn 3. ágúst 2022 19:00

Antonio Conte - Mynd: Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Antonio Conte, stjóri Tottenham, segir að það sé ekki mikilvægt fyrir hann að skrifa undir framlengingu á núverandi samningi.

Conte á aðeins eitt ár eftir af samningi sínum við Tottenham en neitar því að hann sé nálægt því að krota undir framlengingu.

Hann er að einbeita sér að öðrum hlutum í London en nú eru nokkrir dagar í að enska úrvalsdeildin fari af stað á nýjan leik.

,,Ég verð að vera hreinskilinn, á mínum ferli hafa samningarnir aldrei skipt máli,“ sagði Conte við Football London.

,,Ég hef aldrei þurft að skrifa undir til eins, tveggja eða þriggja ára. Ég er mjög ánægður, við erum að vinna vel saman.“

,,Að ég eigi eitt ár eftir af samningnum breytir engu. Við viljum halda áfram að byggja upp eitthvað sérstakt hjá félaginu.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum

Ein goðsögn út en önnur inn hjá íslenska landsliðsmanninum
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá

Ekki greitt meðlag í fleiri mánuði og gæti endað bak við lás og slá
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn

Nýjasta ofurparið á Englandi vekur athygli – Sögð taka við keflinu eftir að samband fór í vaskinn
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag

Héldu minningarathöfn eftir að þjálfarinn lést í miðjum leik á mánudag