fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Stórleikur í 2. deildinni verður spilaður á Hlíðarenda – Tólf ára gömul saga endurtekur sig

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. ágúst 2022 13:30

Frá Origo-vellinum, heimavelli Vals.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Haukar taka á móti Njarðvík í 2. deild karla í kvöld. Það verður þó ekki leikið á Ásvöllum, hefðbundnum heimavelli Hauka.

Það er verið að skipta um gervigras á Ásvöllum og því er ekki hægt að leika þar. Valsmenn lána Haukum því völlinn sinn í kvöld.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Valur lánar karlaliði Hauka völlinn sinn. Það gerði félagið einnig þegar Hafnfirðingar léku í efstu deild sumarið 2010. Þá var stúkan á Ásvöllum ekki lögleg og ekki hægt að leika þar.

Haukar léku heimaleiki sína sumarið 2010 því alla á Hlíðarenda.

Njarðvík er á toppi deildarinnar með 40 stig. Liðið stefnir hraðbyri upp í Lengjudeildina, næstefstu deild.

Haukar eru í fimmta sæti með 24 stig, ellefu stigum á eftir Þrótti Reykjavík, sem er í öðru sæti. Haukar eiga leik til góða á Þrótt.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin

Segir ógeðslegt hvernig komið er fram við einn besta félaga Putin
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?

Líkleg byrjunarlið í stórleiknum á Anfield – Getur United gert eitthvað?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum
433Sport
Í gær

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“

Gagnrýna Arnar Gunnlaugs og segja hann í mótsögn við sjálfan sig – „Þá má ekki gagnrýna“
433Sport
Í gær

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar

Tilbúnir að klófesta framherja United strax í janúar
433Sport
Í gær

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane
433Sport
Í gær

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“