fbpx
Miðvikudagur 19.nóvember 2025
433Sport

Allt í lagi, ekki gott í Árbænum – „Vantar einhvern djöfulgang“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 17:00

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis. Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bjuggust margir við því að Fylkir myndi hafa yfirburði í Lengjudeild karla í sumar. Svo hefur ekki verið en liðið er þó í harðri toppbaráttu. Málefni Fylkis voru til umræðu í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut í gær.

Fylkir er í þriðja sæti með 15 stig, jafnmörg stig og HK, sem á leik til góða. Eitt stig er upp í Gróttu, sem situr í öðru sæti.

Í síðasta leik gerði Fylkir 2-2 jafntefli við Aftureldingu eftir að hafa komist 2-0 yfir.

„Það vantar einhvern djöfulgang þarna upp á topp og fleiri sneggri leikmenn,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins.

Hann segir jafnframt að spilamennska liðsins hafi breyst töluvert frá því í efstu deild í fyrra. Liðið féll niður í B-deild við lok tímabils. „Þeir voru að reyna að halda meira í boltann og svoleiðis. Þeir eru svolítið fallnir frá því og fara meira bara „direct.“ Ég held þeir þurfi mögulega að endurhugsa hvernig þeir ætla að gera þetta.“

Þrátt fyrir að Fylkir sé í toppbaráttu segir Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi, að liðið eigi að gera betur. „Það eru gerðar kröfur í Árbænum á að þetta lið fari upp þannig þeir þurfa kannski aðeins að bæta leik sinn.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik

Gærdagurinn var tilfinningarússíbani – Rifjaði upp samtal við Diogo Jota eftir leik
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“

Leikmaður danska landsliðsins fór mikinn – „Ömurlegt og fokking fáránlegt“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“

Fyrrum landsliðsþjálfari Íslands varpar fram afar áhugaverðum staðreyndum um karlalandsliðið – „Mér finnst það dálítið sláandi“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum

Mynd: Nýtt ofurpar vekur athygli – Sáust á viðburði á dögunum
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn

Liðsfélagi Hákonar reyndist of dýr – Hjóla í skotmark City og Real í staðinn
433Sport
Í gær

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu

Benzema ekki á þeim buxunum að hætta – Orðaður við ótrúlega endurkomu
433Sport
Í gær

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“

Birtir myndir eftir innbrot á heimili sitt – „Getið þið gengið frá eftir ykkur næst“
Hide picture