fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Allt í lagi, ekki gott í Árbænum – „Vantar einhvern djöfulgang“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 17:00

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis. Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bjuggust margir við því að Fylkir myndi hafa yfirburði í Lengjudeild karla í sumar. Svo hefur ekki verið en liðið er þó í harðri toppbaráttu. Málefni Fylkis voru til umræðu í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut í gær.

Fylkir er í þriðja sæti með 15 stig, jafnmörg stig og HK, sem á leik til góða. Eitt stig er upp í Gróttu, sem situr í öðru sæti.

Í síðasta leik gerði Fylkir 2-2 jafntefli við Aftureldingu eftir að hafa komist 2-0 yfir.

„Það vantar einhvern djöfulgang þarna upp á topp og fleiri sneggri leikmenn,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins.

Hann segir jafnframt að spilamennska liðsins hafi breyst töluvert frá því í efstu deild í fyrra. Liðið féll niður í B-deild við lok tímabils. „Þeir voru að reyna að halda meira í boltann og svoleiðis. Þeir eru svolítið fallnir frá því og fara meira bara „direct.“ Ég held þeir þurfi mögulega að endurhugsa hvernig þeir ætla að gera þetta.“

Þrátt fyrir að Fylkir sé í toppbaráttu segir Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi, að liðið eigi að gera betur. „Það eru gerðar kröfur í Árbænum á að þetta lið fari upp þannig þeir þurfa kannski aðeins að bæta leik sinn.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi
Hide picture