fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Allt í lagi, ekki gott í Árbænum – „Vantar einhvern djöfulgang“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. júlí 2022 17:00

Rúnar Páll Sigmundsson er þjálfari Fylkis. Fréttablaðið/Ernir

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það bjuggust margir við því að Fylkir myndi hafa yfirburði í Lengjudeild karla í sumar. Svo hefur ekki verið en liðið er þó í harðri toppbaráttu. Málefni Fylkis voru til umræðu í markaþætti Lengjudeildarinnar á Hringbraut í gær.

Fylkir er í þriðja sæti með 15 stig, jafnmörg stig og HK, sem á leik til góða. Eitt stig er upp í Gróttu, sem situr í öðru sæti.

Í síðasta leik gerði Fylkir 2-2 jafntefli við Aftureldingu eftir að hafa komist 2-0 yfir.

„Það vantar einhvern djöfulgang þarna upp á topp og fleiri sneggri leikmenn,“ sagði Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur þáttarins.

Hann segir jafnframt að spilamennska liðsins hafi breyst töluvert frá því í efstu deild í fyrra. Liðið féll niður í B-deild við lok tímabils. „Þeir voru að reyna að halda meira í boltann og svoleiðis. Þeir eru svolítið fallnir frá því og fara meira bara „direct.“ Ég held þeir þurfi mögulega að endurhugsa hvernig þeir ætla að gera þetta.“

Þrátt fyrir að Fylkir sé í toppbaráttu segir Hörður Snævar Jónsson, þáttastjórnandi, að liðið eigi að gera betur. „Það eru gerðar kröfur í Árbænum á að þetta lið fari upp þannig þeir þurfa kannski aðeins að bæta leik sinn.“

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Mbappe yfirgefur hópinn
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar

Fékk skilaboð um að hann geti gleymt því að fara frá United í janúar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum

Segir að þetta sé stærsta vandamál enska landsliðsins á næstu árum
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið

Erfiðir tímar og þungar ásakanir styrktu hjónabandið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið

Þjálfari Portúgals kennir Heimi um rauða spjaldið
433Sport
Í gær

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld

Þetta er það sem Ronaldo sagði við Heimi í reiðiskasti í kvöld
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir

Íþróttavikan: Keli og Viktor Unnar gera upp landsleikinn – Fínasta frammistaða en á sunnudaginn er allt undir
Hide picture