fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
433Sport

Selja tíu prósent á næstum 30 milljarða til að laga fjárhaginn

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 1. júlí 2022 12:00

Nývangur/GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Barcelona samdi í gær við fjárfestingafyrirtækið Sixth Street um að félagið myndi selja þeim tíu prósent af sjónvarpstekjum sínum næstu tuttugu árin.

Sixth Street greiðir fyrir það rúmar 207 milljónir evra. Upphæðin jafngildir 29 milljörðum íslenskra króna.

Barcelona gerir þetta til að sjá til þess að félagið komi út í hagnaði áður en nýtt rekstrartímabil hefst í dag.

Ef tekið er mið af sjónvarpstekjum Barcelona síðasta árið ætti Sixth Street að fá um 400 milljónir evra í sinn vasa á meðan sanmningurinn er í gildi.

Barcelona hefur verið í gífurlegum fjárhagsvandræðum undanfarið. Í fyrra þurfti félagið til að mynda að leyfa Lionel Messi að fara frítt til Paris Saint-Germain þar sem það átti ekki efni á að endurnýja samning argentíska snillingsins sem var að renna út.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Celtic finnur loks stjóra

Celtic finnur loks stjóra
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni

Svarar fyrir meint framhjáhald – Segist ekki hafa verið að stinga undan konunni