fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Sönnunargögn í Rooney og Vardy málinu birtast – Aðeins aðgangur Vardy skoðaði

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. maí 2022 11:30

GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Coleen Rooney hefur fyrir dómi birt gögn þar sem staðfestir að aðeins aðgangur Rebekah Vardy sá skáldaðar Instagram færslur hennar sem rötuðu svo í enska götublaðið The Sun.

Meiðyrðamál Vardy gegn Rooney er nú fyrir dómstólum og undanfarna daga hefur það verið tekið fyrir og það mun einnig verða gert næstu daga. Verjandi Rooney sótti hart að Rebekuh Vardy í málinu, sakaði hana meðal annars um lygar og lagði fyrir hana nokkur mál sem hann vill meina að Vardy tengist beint en hún þverneitar.

Málið tengist inn í enska boltann en Jamie Vardy, framherji Leicester City er eiginmaður Rebekuh og Wayne Rooney, knattspyrnustjóri Derby County og fyrrum leikmaður Manchester United er eiginmaður Coleenar.

Co­leen Roon­ey hefur áður sakað Var­dy um að leka upp­lýsingum um einka­líf Roon­ey-fjöl­skyldunnar í fjöl­miðilinn The Sun og upplegg verjanda Rooney í dag var að koma með fleiri sambærileg mál til sögunnar, mál sem hann segir tengjast því að Rebekah Vardy eða umboðsmaður hennar fyrir tilstilli Vardy, hafi lekið upplýsingum um til fjölmiðla gegn greiðslu.

Ein af sögunum sem Rooney setti inn á Instagram síðu sína og aðeins aðgangur Vardy skoðaði var að hún væri á leið til Mexíkó. Þar sagðist hún vera að fara að skoða meðferð þar sem hægt væri að velja kynið við þungun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans

Blaðamaður Morgunblaðsins lýsir ósætti við að horft sé framhjá Gylfa – Bent á fyrri ummæli Arnars í ljósi fjarveru hans
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Tvenna hjá Manchester United

Tvenna hjá Manchester United
433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot