fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

Eggert Gunnþór aftur til starfa hjá FH eftir að héraðssaksóknari fellir niður málið

Ísak Gabríel Regal
Laugardaginn 14. maí 2022 19:32

Eggert Gunnþór Jónsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eggert Gunnþór Jónsson hefur fengið leyfi frá FH til að mæta aftur til starfa hjá félaginu eftir að héraðssaksóknari felldi niður kæru á hendur honum og Aroni Einari Gunnarssyni, öðrum knattspyrnumanni.

Íslensk kona lagði fram kæru síðasta haust og sakaði tvímenningana um að hafa nauðgað sér í kjölfar landsleiks í Kaupmannahöfn árið 2010. Málið var fellt niður í gær.

Eggert Gunnþór steig til hliðar þann 21. apríl síðastliðinn að ósk FH meðan rannsókninni stóð yfir en hann er bæði leikmaður og þjálfari hjá félaginu. Knattspyrnulið FH-inga var þá harðlega gagnrýnt fyrir að hafa leikmanninn í byrjunarliðinu í Bestu deildinni í ljósi ásakana um gróft kynferðisbrot en nú fær hann að mæta aftur til starfa.

Í samræmi við fyrri yfirlýsingar félagsins og í ljósi nýrrar stöðu í málinu þar sem rannsókn er lokið og héraðssaksóknari hefur látið málið á hendur leikmanni félagsins, Eggerti Gunnþóri Jónssyni, falla niður þá hefur félagið ákveðið að hann megi aftur halda til fyrri starfa og verði aftur hluti af leikmannahópi félagsins,“ segir í yfirlýsingu FH í kvöld.

Félagið hefur lagt áherslu á vönduð og fagleg vinnubrögð í þessu viðkvæma máli og mun ekki tjá sig frekar um málið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi