fbpx
Laugardagur 15.nóvember 2025
433Sport

Enski boltinn: Meistaradeildarbaráttan galopin eftir sigur Tottenham í nágrannaslagnum

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 20:37

Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tottenham og Arsenal mættust í gríðarlega mikilvægum leik í baráttuna um Meistaradeildarsæti í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Félögin eru erkifjendur og mátti heyra rafmagnað andrúmsloft á vellinum í kvöld.

Arsenal byrjaði leikinn af meiri krafti en eftir 20 mínútna leik fékk Tottenham vítaspyrnu þegar Cedric Soares stjakaði við Heung-Min Son innan teigs. Harry Kane fór á punktinn og skoraði.

Tíu mínútum síðar fékk Rob Holding, miðvörður Arsenal, sitt annað gula spjald og þar með rautt eftir viðskipti við Son.

Kane fór langleiðina með að gera út um leikinn fimm mínútum síðar þegar hann kom heimamönnum í 2-0.

Son gerði út um leikinn snemma seinni hálfleiks með þriðja marki Tottenham.

Það gerðist ekki mikið meira markvert og urðu lokatölur 3-0.

Arsenal er áfram í fjórða sæti deildarinnar, nú aðeins stigi á undan Tottenham þegar bæði lið eiga tvo leiki eftir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku

Þessir fimm virðast geta bókað sæti með enska landsliðinu á HM – Voru sendir í leynilega myndatöku
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“

Messi olli vandræðum fyrir Íslendinga á Spáni – „Hafi eiginlega verið pirrandi“
433Sport
Í gær

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“

Þvertekur fyrir fréttirnar af Toney – „Engin ástæða til þess að vera að ræða þessi mál“
433Sport
Í gær

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar

Englendingar styðja UEFA sem skoðar að gera stórtækar breytingar
433Sport
Í gær

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu

Miklar breytingar boðaðar á MLS deildinni – Aðlaga sig að stærstu deildum Evrópu
433Sport
Í gær

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum

Þarf að draga sig úr enska landsliðshópnum