fbpx
Fimmtudagur 23.október 2025
433Sport

Besta deild karla: Íslandsmeistararnir aftur á sigurbraut

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 12. maí 2022 21:10

Arnar gerði frábæra hluti í Víkinni. Mynd/Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Víkingur R. tók á móti Fram í Bestu deild karla í kvöld.

Leikurinn fór nokkuð fjöruglega af stað og komust heimamenn yfir á 10. mínútu. Þar var að verki Helgi Guðjónsson. Logi Tómasson átti frábæra sendingu upp völlinn á Oliver Ekroth sem skallaði hann fyrir Helga áður en sá setti hann í netið.

Rúmum tíu mínútum síðar kom Erlingur Agnarson Víkingum í 2-0. Aðeins fimm mínútum síðar gerðu Íslandsmeistararnir svo gott sem út um leikinn. Þar var Erlingur aftur á ferðinni eftir flottan undirbúning Kristals Mána Ingasonar.

Staðan í hálfleik var 3-0.

Eftir rúman klukkutíma leik minnkaði Hlynur Atli Magnússon muninn fyrir Fram með flottu skoti.

Ef gestirnir gerðu sér vonir um að fá eitthvað úr leiknum eftir markið fór sú von út um gluggann nokkrum mínútum síðar þegar Delphin Tshiembe setti boltann í eigið net.

Fleiri mörk voru ekki skoruð í dag og lokatölur 4-1 fyrir Víking.

Víkingar eru í fjórða sæti deildarinnar með tíu stig eftir sex leiki. Fram er á botninum með aðeins tvö stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“

Fjöldi aðila var 30 sekúndum frá dauðanum þegar hreyfill sprakk í loft upp – „„Þegar tíminn þinn rennur út, þá er það bara búið“
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri

Telur að draumurinn sé úr sögunni þar sem hann fær hvergi tækifæri
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Miklar breytingar í gangi á Old Trafford – Tæplega 14 þúsund geta nú staðið á leikjum

Miklar breytingar í gangi á Old Trafford – Tæplega 14 þúsund geta nú staðið á leikjum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“

Hafður að háð og spotti eftir misheppnaða hárígræðslu – „Eins og það hefði verið teiknað í Microsoft Paint“
433Sport
Í gær

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar

Velta því upp hvort United og Real Madrid skiptist á leikmönnum í janúar
433Sport
Í gær

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni

Hætt við leikinn í Bandaríkjunum – Margir öskureiðir yfir ákvörðuninni