fbpx
Þriðjudagur 18.nóvember 2025
433Sport

Rúrik gerir stólpagrín að fokdýrri knattspyrnustjörnu – ,,Það besta sem hann hefur gert upp á síðkastið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 18:39

Mynd/Instagram @rurikgislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish hefur ekki beint staðið undir væntingum frá því hann kom til Manchester City frá Aston Villa í sumar. Enski landsliðsmaðurinn var keyptur á 100 milljónir punda og því fylgir pressa.

Sagt er að Grealish sé nú að skrifa undir samning við Gucci um að klæðast fatnaði frá fyrirtækinu. Hann mun fá vel greitt fyrir það. Grealish er vinsæll á meðal unga fólksins og Gucci telur það gott fyrir fyrirtækið að semja við hann.

Grealish hefur reglulega sést í fötum frá Gucci en núna mun hann fá fötin frítt og fá borgað fyrir að klæðast þeim. Ekki er algengt að tískufyrirtæki semji við íþróttafólk en Grealish fær tugir milljóna á ári fyrir samninginn.

Leikmaðurinn var til umræðu í upphitunarþætti Viaplay fyrir Meistaradeild Evrópu sem nú stendur yfir. Grealish og félagar mæta Atletico Madrid í kvöld.

Kári Árnason og Rúrik Gíslason eru sérfræðingar í setti og skaut sá síðarnefndi aðeins á Grealish. ,,Hann er sennilega að skrifa undir risasamning við Gucci. Það er það besta sem hann hefur gert upp á síðkastið,“ sagði Rúrik.

Jack Grealish / Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp

Svanberg tekur við Tindastóli og á að koma liðinu aftur upp
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin

Þrír magnaðir framherjar berjast um titilinn um að vera sá besti – Svona er tölfræðin
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina

Barcelona spilar loks á nýjum og glæsilegum Camp Nou um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Milos rekinn úr starfi

Milos rekinn úr starfi
433Sport
Í gær

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag

Látinn vita að hann megi finna sér nýtt félag
433Sport
Í gær

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar

Arsenal leiðir kapphlaupið og gæti reynt að klára dæmið strax í janúar