fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Rúrik gerir stólpagrín að fokdýrri knattspyrnustjörnu – ,,Það besta sem hann hefur gert upp á síðkastið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 5. apríl 2022 18:39

Mynd/Instagram @rurikgislason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Jack Grealish hefur ekki beint staðið undir væntingum frá því hann kom til Manchester City frá Aston Villa í sumar. Enski landsliðsmaðurinn var keyptur á 100 milljónir punda og því fylgir pressa.

Sagt er að Grealish sé nú að skrifa undir samning við Gucci um að klæðast fatnaði frá fyrirtækinu. Hann mun fá vel greitt fyrir það. Grealish er vinsæll á meðal unga fólksins og Gucci telur það gott fyrir fyrirtækið að semja við hann.

Grealish hefur reglulega sést í fötum frá Gucci en núna mun hann fá fötin frítt og fá borgað fyrir að klæðast þeim. Ekki er algengt að tískufyrirtæki semji við íþróttafólk en Grealish fær tugir milljóna á ári fyrir samninginn.

Leikmaðurinn var til umræðu í upphitunarþætti Viaplay fyrir Meistaradeild Evrópu sem nú stendur yfir. Grealish og félagar mæta Atletico Madrid í kvöld.

Kári Árnason og Rúrik Gíslason eru sérfræðingar í setti og skaut sá síðarnefndi aðeins á Grealish. ,,Hann er sennilega að skrifa undir risasamning við Gucci. Það er það besta sem hann hefur gert upp á síðkastið,“ sagði Rúrik.

Jack Grealish / Getty Images
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott

Vilja hætta að borga 6 milljónir á mánuði í hótel en geta það líklega ekki – Fær einnig einkakokk og fleira gott
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur

Kíkt í bílskúrinn hjá Ronaldo: Flotinn kostar 3,7 milljarða en hann keyrir nánast aldrei sjálfur