fbpx
Föstudagur 28.nóvember 2025
433Sport

,,Ég held það muni allir spá Fram neðsta sæti“

Helgi Fannar Sigurðsson
Laugardaginn 2. apríl 2022 14:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram og Keflavík var spáð falli í spá Fréttablaðsins fyrir neðri hlutann í Bestu deild karla í vikunni. Spáin var til umræðu í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó á Hringbraut í gær.

Fram hefur í vetur misst þá Kyle McLagan og Harald Einar Ásgrímsson, lykilmenn úr vörninni á síðustu leiktíð, ásamt Danny Guthrie. Inn hafa komið þeir Jannik Pohl, Jesus Yendis og Thiago Fernandes.

,,Fram er eiginlega með slakari hóp en í fyrra. Þeir hafa misst tvo lykilmenn og hafa bætt við sig tveimur erlendum leikmönnum sem eru bara óskrifuð blöð. Ég held það muni allir spá Fram neðsta sæti,“ sagði Hörður Snævar Jónsson, íþróttastjóri Torgs, um spána.

Það var erfiðara að spá fyrir um hvaða lið félli með Fram. ,,Svo er hitt rosalega jafnt. Leiknir, sem er spáð áttunda sæti, gæti alveg fallið. Keflavík, sem er spáð í ellefta sæti, gæti alveg endað í sjöunda sæti,“ sagði Hörður.

Nánar er rætt um Bestu deild karla, sem og Bestu deild kvenna, í spilaranum hér að neðan.

video
play-sharp-fill
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga

Leikmaður United hugsanlega í bobba – Setti like við færslu þar sem hraunað var yfir Amorim og tvo liðsfélaga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Albert sýknaður í landsrétti

Albert sýknaður í landsrétti
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög

Aron Jó leystur undan starfsskyldum hjá Val – Má ræða við önnur félög
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun

Fyrrum leikmaður bendir á tilburði Salah í gær og segir hann til skammar – Nú verði Slot að taka ákvörðun
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja

Fjölmiðlafár í kringum 17 ára Íslending – Þetta hafa erlendir miðlar að segja
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi

Þorvaldur og fleiri formenn komu saman í Finnlandi
Hide picture