fbpx
Þriðjudagur 27.janúar 2026
433Sport

Sádarnir berja líklega hausnum við steininn

433
Laugardaginn 5. mars 2022 19:00

Roman Abramovich / Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Rætt var um yfirvofandi sölu Roman Abramovich í þættinum Íþróttavikan með Benna Bó, sem sýndur var á Hringbraut. Magnús Geir Eyjólfsson, fréttamaður á RÚV og grjótharður stuðningsmaður Everton, mætti í settið ásamt Herði Snævari, íþróttatjóra Torgs.

Magnús benti á að Roman hafi ekki átt neinn annan möguleika í stöðunni. „Ólígarkarnir sjá fram á að Evrópuþjóðirnar eru að fara gera eignir upptækar. Þjóðverjar og Frakkar eru farnir að gera snekkjur upptækar og spurning hvenær bretar fara af stað. Hann hefur séð sæng sína útbreidda og þurfti að losa sig við Chelsea,“ sagði Magnús.

video
play-sharp-fill

Hörður segir að Abramovich hafi gert Chelsea að sigursælasta liði Englands á þessari öld. Hann sé búinn að vinna 21 titil á þeim 19 árum sem hann sé búinn að eiga liðið. „Hann er með hag klúbbsins í brjósti og ákveður að losa sig við félagið en það eru ekki hver sem er sem getur reitt fram þrjá milljarða punda upp úr götunni þannig það getur verið flókið að selja félagið,“ sagði Hörður.

Þeir félagar bentu á að Abramovic hefðu breytt Chelsea, enskri knattspyrnu og jafnvel evrópskri knattspyrnu enda hefur markaðurinn gjörbreyst eftir að hann steig inn í félagið sem hann keypti á aðeins yfir 100 milljónir punda.

„Það er ekkert auðvelt að finna kaupanda að svona liði. Spurning hvort Sádarnir sem keyptu Newcastle séu að sjá eftir sínum kaupum,“ sagði Magnús og Hörður tók boltann á lofti. „Þeir eru að lemja hausnum við stein akkúrat núna. Þetta er klink í þeirra augum og hefðu þá fengið besta félag Englands síðustu 20 árin.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Wenger segir eitthvað sérstakt vera að gerast hjá United

Wenger segir eitthvað sérstakt vera að gerast hjá United
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Hafnaði evrópsku stórliði fyrir Íslendingaliðið

Hafnaði evrópsku stórliði fyrir Íslendingaliðið
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Terry skálaði fyrir tapi Arsenal á samfélagsmiðlum

Terry skálaði fyrir tapi Arsenal á samfélagsmiðlum
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Garnacho orðaður við endurkomu

Garnacho orðaður við endurkomu
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

U-beygja og Liverpool dregur sig úr viðræðunum

U-beygja og Liverpool dregur sig úr viðræðunum
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hugsanlegar vendingar í deilu Beckham-fjölskyldunnar – Brooklyn býðst ótrúleg upphæð fyrir að gera þetta

Hugsanlegar vendingar í deilu Beckham-fjölskyldunnar – Brooklyn býðst ótrúleg upphæð fyrir að gera þetta
433Sport
Í gær

Opnar sig um stirt samband við Óla Kristjáns – „Við náðum ekki alveg saman“

Opnar sig um stirt samband við Óla Kristjáns – „Við náðum ekki alveg saman“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Gefur lítið fyrir gagnrýni vegna tónlistarinnar – „Trúðu mér, ég hef alveg fengið þetta í andlitið“

Gefur lítið fyrir gagnrýni vegna tónlistarinnar – „Trúðu mér, ég hef alveg fengið þetta í andlitið“
Hide picture