fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
433Sport

Hjólar í Ronaldo og segir þetta nýja athæfi hans ófyrirgefanlegt – Rifjar upp vondar stundir hjá United

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 8. desember 2022 09:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Chris Wheeler skrifar harðorðan pistil á Daily Mail um Cristiano Ronaldo.

Hinn 37 ára gamli Ronaldo hefur verið mikið í umræðinni undanfarið. Hann yfirgaf Manchester United eftir að hafa farið í umdeilt viðtal við Piers Morgan.

Nú er hann staddur með portúgalska landsliðinu á Heimsmeistaramótinu í Katar og hefur verið mikið í sviðsljósinu. Ferndando Santos landsliðsþjálfari var ekki sáttur með viðbrögð leikmannsins við því að vera skipt af velli í síðasta leik riðlakeppninnar.

Ronaldo var settur á bekkinn í 16-liða úrslitum gegn Sviss. Hann fór svo snemma inn í klefa þegar liðsfélagar hans fögnuðu 6-1 sigri með aðdáendum.

„Þegar Ronaldo yfirgaf fögnuð Portúgals eftir sigurinn á Sviss var ekki annað hægt en að hugsa til þeirra skipta þegar hann gerði það sama hjá United,“ skrifar Wheeler.

Hann minnist á það þegar Ronaldo strunsaði af Old Trafford áður en leik lauk í 2-0 sigri United á Tottenham á þessari leiktíð.

„Erik ten Hag sagði úrslitin vera þau bestu hjá United undir hans stjórn. Samt muna allir bara eftir Ronaldo.

Í lokaleik United fyrir HM vann það Fulham með sigurmarki Alejandro Garnacho í uppbótartíma. Sviðsljósið var tekið af Garnacho eftir nokkra tíma þegar fyrstu bitru ummælin úr viðtalinu við Piers Morgan birtust.“

Hinn 21 árs gamli Goncalo Ramos skoraði þrennu fyrir Portúgal í sigrinum á Sviss.

„Nú tekur hann sviðsljósið frá Goncalo Ramos, arftaka hans hjá Portúgal sem skoraði þrennu gegn Sviss. Það er ófyrirgefanlegt,“ skrifar harðorður Wheeler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn

Chelsea hefur samtal við enska landsliðsmanninn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer

Næstu þrír leikir gætu verið þeir síðustu hjá Amorim ef illa fer
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt

Njarðvík leiðir eftir fyrri leikinn – Diouck skoraði og sá rautt
433Sport
Í gær

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum

Sterkt jafntefli í Lettlandi hjá ungum Akureyringum
433Sport
Í gær

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli

Gústi Gylfa hættir með Leikni eftir að hafa bjargað liðinu frá falli