fbpx
Föstudagur 12.desember 2025
433Sport

Ítreka að Ronaldo fari til Sádi-Arabíu – Skrifar undir eftir HM

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 5. desember 2022 12:47

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marca heldur því fram að Cristiano Ronaldo sé á leið til Al-Nassr í Sádi-Arabíu og að hann muni ganga til liðs við félagið eftir Heimsmeistaramótið í Katar. Hann hafi samþykkt samning þar.

Fréttir af þessum skiptum hafa verið á kreiki undanfarið og fá þær nú aukinn meðbyr.

Ronaldo mun þéna 200 milljónir evra á ári hjá Al-Nassr.

Portúgalinn mun fara til félagsins á frjálsri sölu. Samningi hans við Manchester United var rift á dögunum. Var það gert í kjölfar þess að Ronaldo fór í umdeilt viðtal við Piers Morgan þar sem hann hraunaði yfir allt og alla á Old Trafford.

Sem stendur undirbýr Ronaldo sig fyrir leik á 16-liða úrslitum HM gegn Sviss annað kvöld.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Guardiola fjarverandi í dag vegna persónulegra vandamála

Guardiola fjarverandi í dag vegna persónulegra vandamála
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Vilja kaupa fyrrum miðjumann Arsenal í janúar

Vilja kaupa fyrrum miðjumann Arsenal í janúar
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Kveður Kóreu eftir góð ár og vill komast aftur til Englands

Kveður Kóreu eftir góð ár og vill komast aftur til Englands
433Sport
Í gær

Sögulegur sigur Blika – Sá fyrsti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skilar 60 milljónum í kassann

Sögulegur sigur Blika – Sá fyrsti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar og skilar 60 milljónum í kassann
433Sport
Í gær

Ræðir fósturmissi opinskátt eftir tvö fósturlát unnustu sinnar – Samstarfsfélagi hans kom með óheppilega spurningu

Ræðir fósturmissi opinskátt eftir tvö fósturlát unnustu sinnar – Samstarfsfélagi hans kom með óheppilega spurningu