Wout Faes upplifði martröð á Anfield í kvöld en hann er leikmaður Leicester City sem heimsótti Liverpool.
Leicester komst yfir á Anfield í kvöld Kiernan Dewsbury-Hall skoraði eftir aðeins fjórar mínútur.
Liverpool vann þó 2-1 heimasigur að lokum og var það aðeins einum manni að þakka, Faes.
Faes skoraði tvö sjálfsmörk áður en flautað var til leikhlés og voru þau bæði mjög klaufaleg.
Liverpool var að vinna sinn fjórða sigur í röð og er enn í sjötta sæti, einu stigi á eftir Manchester United.
Í hinum leik kvöldsins vann Brentford lið West Ham 2-0 og er ljóst að David Moyes er á sínum síðasta séns em stjóri Hamranna.
Liverpool 2 – 1 Leicester
0-1 Kiernan Dewsbury-Hall(‘4)
1-1 Wout Faes(’38, sjálfsmark)
2-1 Wout Faes(’45, sjálfsmark)
West Ham 0 – 2 Brentford
0-1 Ivan Toney(’18)
0-2 Josh da Silva(’43)