fbpx
Fimmtudagur 20.nóvember 2025
433Sport

Hvetjandi ummæli Óskars sem þolir ekki að vera í sjónvarpi – ,,Ertu til í að stjórna lífinu mínu?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. desember 2022 16:00

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson var gestur í vikulegum þætti Gísla Marteins sem var sýndur á Rúv nú fyrir helgi.

Óskar er knattspyrnuaðdáendum kunnur en hann hefur náð frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks sem vann Íslandsmeistaratitilinn fyrr á þessu ári.

Gísli Marteinn kom með góða spurningu til Óskars um hans vinnubrögð og hvort hann myndi ekki nota sömu gildi í öðru starfi og sem knattspyrnuþjálfari.

Óskar er með afar einstaka hugmyndafræði og hefur þess vegna náð frábærum árangri bæði sem þjálfari Breiðabliks og Gróttu.

,,Ég stýrði einhvern tímann fréttastofu og prentmiðli og það eru sömu áherslur sem þú þurfir að hafa. Þú þarft að búa til umhverfi þar sem fólki líður vel og búa til umhverfi þar sem þú leyfir fólki að þróast og gera mistök og hvetur fólk til að fara úr þægindarrammanum,“ sagði Óskar.

,,Hluti af þessu fyrir mig, að vera í þessum þætti hérna er að mér finnst ekki þægilegt að vera í sjónvarpi en ég þarf að ganga fram með góðu fordæmi við hópinn minn og leikmennina mína og ekki biðja bara þá um að vera vulnerable í hinum ýmsu óþægilegu stöðum heldur þarf ég líka að takast á við það.“

,,Maður þarf að reyna að búa til umhverfi þar sem fólki líður vel. Þetta snýst um að líða vel.“

Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir var mjög hrifin af þessum ummælum Óskars og kom með skemmtilega spurningu í kjölfarið.

,,Viltu stjórna lífinu mínu? Ertu til í að ef ég hringi í þig á morgun, að ráða hvernig ég spila út úr restinni?“

Óskar svaraði þá á sannfærandi hátt: ‘Ekkert mál, já ekkert mál.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið

Hótar Tottenham málsókn fyrir að nota lag sem hann samdi – Þeir neita að ræða málið
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París

Segir að Messi hafi átt erfitt uppdráttar í París
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm

Vinna í því að framlengja samning tyrknesku stjörnunnar – Stórlið á Englandi sögð áhugasöm
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

ÍBV sækir spennandi markvörð

ÍBV sækir spennandi markvörð
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona

Real Madrid fer leiðir sem minna á þær hjá Barcelona
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?

Liðsfélagi Ísaks Bergmann til Manchester?
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“

Heimir fór nánar út í samskipti sín og Ronaldo – „Þá spurði hann mig bara“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“

Mögnuð ræða Heimis vekur athygli og írska þjóðin hleður hann lofi – „Allir vilja vera vinir ykkar núna“
433Sport
Í gær

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu

Ronaldo og krónsprinsinn snæddu með Trump, Musk og fleira valdamiklu fólki í Hvíta húsinu
433Sport
Í gær

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku

Ómar velur hóp sem kemur saman í næstu viku