fbpx
Miðvikudagur 07.janúar 2026
433Sport

Hvetjandi ummæli Óskars sem þolir ekki að vera í sjónvarpi – ,,Ertu til í að stjórna lífinu mínu?“

Victor Pálsson
Laugardaginn 3. desember 2022 16:00

Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óskar Hrafn Þorvaldsson var gestur í vikulegum þætti Gísla Marteins sem var sýndur á Rúv nú fyrir helgi.

Óskar er knattspyrnuaðdáendum kunnur en hann hefur náð frábærum árangri sem þjálfari Breiðabliks sem vann Íslandsmeistaratitilinn fyrr á þessu ári.

Gísli Marteinn kom með góða spurningu til Óskars um hans vinnubrögð og hvort hann myndi ekki nota sömu gildi í öðru starfi og sem knattspyrnuþjálfari.

Óskar er með afar einstaka hugmyndafræði og hefur þess vegna náð frábærum árangri bæði sem þjálfari Breiðabliks og Gróttu.

,,Ég stýrði einhvern tímann fréttastofu og prentmiðli og það eru sömu áherslur sem þú þurfir að hafa. Þú þarft að búa til umhverfi þar sem fólki líður vel og búa til umhverfi þar sem þú leyfir fólki að þróast og gera mistök og hvetur fólk til að fara úr þægindarrammanum,“ sagði Óskar.

,,Hluti af þessu fyrir mig, að vera í þessum þætti hérna er að mér finnst ekki þægilegt að vera í sjónvarpi en ég þarf að ganga fram með góðu fordæmi við hópinn minn og leikmennina mína og ekki biðja bara þá um að vera vulnerable í hinum ýmsu óþægilegu stöðum heldur þarf ég líka að takast á við það.“

,,Maður þarf að reyna að búa til umhverfi þar sem fólki líður vel. Þetta snýst um að líða vel.“

Leikkonan Vala Kristín Eiríksdóttir var mjög hrifin af þessum ummælum Óskars og kom með skemmtilega spurningu í kjölfarið.

,,Viltu stjórna lífinu mínu? Ertu til í að ef ég hringi í þig á morgun, að ráða hvernig ég spila út úr restinni?“

Óskar svaraði þá á sannfærandi hátt: ‘Ekkert mál, já ekkert mál.’

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni

Tvær útgáfur af hugsanlegu byrjunarliði Chelsea með Rosenior í brúnni
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta

Opinbera hvað gerðist á stormasömum fundi Amorim og yfirmannsins fyrir helgi – Gjörsamlega trylltist er honum var tjáð þetta
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Versta ráðningin síðan Ferguson hætti

Versta ráðningin síðan Ferguson hætti
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa

Hótar að hætta að mæta ef þessi maður verður ráðinn til starfa
433Sport
Í gær

Þetta eru leikmennirnir sem hafa ekki þakkað Amorim fyrir

Þetta eru leikmennirnir sem hafa ekki þakkað Amorim fyrir
433Sport
Í gær

Ánetjaðist svefnlyfjum og eyðilagði sambandið við börnin sín – „Hvað á ég að gera núna?“

Ánetjaðist svefnlyfjum og eyðilagði sambandið við börnin sín – „Hvað á ég að gera núna?“
433Sport
Í gær

Sögusagnir um að allt sé vitlaust á bak við tjöldin hjá Liverpool vegna þessa máls

Sögusagnir um að allt sé vitlaust á bak við tjöldin hjá Liverpool vegna þessa máls
433Sport
Í gær

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn

Var fyrstur í leikmannahópnum til að tjá sig um brottreksturinn