fbpx
Sunnudagur 14.desember 2025
433Sport

Þórir þjálfari ársins – Óskar þriðji

Helgi Fannar Sigurðsson
Fimmtudaginn 29. desember 2022 20:38

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta er þjálfari ársins 2022 í kjöri Samtaka Íþróttafréttamanna. Frá því var greint við hátíðlega athöfn í Hörpu í kvöld.

Undir stjórn Þóris varð norska landsliðið Evrópumeistari í handbolta nú undir lok árs og um leið setti Þórir heimsmet með því að verða sigursælasti landsliðsþjálfari sögunnar í íþróttinni.

Alls hefur Þórir stýrt liði til sigurs á stórmóti í handbolta níu sinnum.

Annar í kjöri á þjálfara ársins 2022 var Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta. Undir stjórn Snorra vann Valur alla titla hér heima á árinu. Þá hefur framganga liðsins í riðlakeppni Evrópudeildarinnar vakið mikla athygli en þar hafa Valsmenn verið að leika mjög vel.

Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í knattspyrnu varð þriðji í kjörinu. Undir stjórn Óskars varð Breiðablik Íslandsmeistari á tímabilinu 2022 í Bestu deild karla.

Þjálfari ársins 2022:
1. Þórir Hergeirsson, þjálfari norska kvennalandsliðsins í handbolta – 138
2. Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari karlaliðs Vals í handbolta – 82
3. Óskar Hrafn Þorvaldsson, þjálfari karlaliðs Breiðabliks í fótbolta – 23
4. Guðmundur Þ. Guðmundsson, þjálfari karlalandsliðs Íslands í handbolta – 23
5. Pétur Pétursson, þjálfari kvennaliðs Vals í fótbolta – 7
6. Rúnar Ingi Erlingsson, þjálfari kvennaliðs Njarðvíkur í körfubolta – 4
7. Þorsteinn Halldórsson, þjálfari kvennalandsliðs Íslands í fótbolta – 1
8. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari karlaliðs Vals í körfubolta – 1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“

Stefán segir stjórnarmann bersýnilega hafa komið sér undan að ræða málefnið – „Eins og það væri bara einhver verkaskipting og kæmi honum ekkert við“
433Sport
Í gær

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?

Langskotið og dauðafærið – Stórsigur í vændum á Emirates?
433Sport
Í gær

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Í gær

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land

Amorim gefst upp á Baleba og horfir norður í land
433Sport
Í gær

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð

Mikill viðsnúningur í rekstri Manchester United á milli ára – Farnir að skila hagnaði eftir niðurskurð
433Sport
Í gær

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl